Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson

Bygging glæsilegrar Hornafjarðarbrúar er langt komin og verður brúin mikil samgöngubót. Brúarsmíðin hófst fyrir tveimur árum og á að ljúka undir lok næsta árs, líkt og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins á dögunum, þar sem sjá mátti um hve mikið mannvirki er að ræða.

Eins og fram kom í umfjölluninni gekk á ýmsu í undirbúningi framkvæmdarinnar, sem stóð yfir í fimmtán ár.

En þó að brúin verði mikil og glæsileg samgöngubót verður ekki framhjá því horft að hún kostar sitt. Í samtali Morgunblaðsins við Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, kemur fram að áætlaður kostnaður við brúna sé nú um níu milljarðar króna. Í samgönguáætlun 2020 mun hafa verið lagt til að tveir og hálfur milljarður yrði settur í verkið af hálfu ríkisins.

Haft er eftir Bjarna að ákvarðanir um að

...