Skógareldar Hér má sjá reyk rísa frá Jasper-þjóðgarðinum.
Skógareldar Hér má sjá reyk rísa frá Jasper-þjóðgarðinum. — AFP/Jasper-þjóðgarðurinn

Umfangsmiklir skógareldar hafa geisað í og við bæinn Jasper í Kanada síðan á mánudag og hafa 30-50% af byggingum bæjarins orðið eldinum að bráð.

Er þetta mikið áfall fyrir Kanadamenn en Jasper er bær með mikla sögu og helsti kaupstaðurinn í Jasper-þjóðgarðinum.

Vinsælir áfangastaðir

Þjóðgarðurinn og bærinn eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna í Alberta-fylki í Kanada. Um 2,5 milljónir ferðamanna heimsækja Jasper-þjóðgarðinn og Banff-þjóðgarðinn, sem er nálægt Jasper, á ári hverju.

Þjóðgarðsyfirvöld segja að kaldara loftslag á fimmtudag hafi hjálpað en engu að síður sé engin stjórn á skógareldunum og er spáð heitu veðri á næstunni.

Enginn hefur látist í eldunum en 20 þúsund ferðamenn

...