Andy Scott er enn í fullu fjöri.
Andy Scott er enn í fullu fjöri. — Wikimedia

Ólseigla Hið goðsagnakennda breska glysrokkband Sweet sendir frá sér nýja breiðskífu í haust, Full Circle. Bandið var upprunalega stofnað 1968 og einn úr gullaldarliðinu er enn um borð, gítarleikarinn Andy Scott, 75 ára gamall. Aðrir úr því liði eru ýmist látnir eða löngu látnir, Brian Connolly söngvari, Mick Tucker trommari og bassaleikarinn Steve Priest. Sweet naut óhemjuvinsælda í sjöunni með smellum á borð við Ballroom Blitz, Block Buster, Love is Like Oxygen og Fox on the Run. Full Circle er fyrsta plata Sweet með nýju efni í 12 ár en fyrir fjórum árum kom út plata með endurgerðu efni. Vinna við plötuna hófst fyrir heimsfaraldurinn.