— Ljósmynd/Aðsent

Laken Louise Hives og Tom Hoyland, maki hennar, eru bæði frá Stóra-Bretlandi en hafa nú búið á Íslandi í fimm ár og reka Sigló Sea saman. Um er að ræða lítið og persónulegt fyrirtæki í hjarta Siglufjarðar sem sérhæfir sig aðallega í ferðum á kajak og róðrarbrettum en einnig sjósundi.

Ljóst er að Sigló Sea er meira en bara starf fyrir Tom og Laken, en kalla mætti fyrirtækið eins konar ástríðuverkefni þeirra. Laken segir til dæmis frá því að þau taki hundinn sinn oft með í ferðir Sigló Sea.

„Við eigum hund sem heitir Þoka og hún elskar að fara á kajak, þannig að stundum kemur hún með okkur,“ segir hún og bætir við: „Ég held að hún selji fleiri ferðir en vefsíðan okkar.“ Meira á k100.is.