En svo var mér bent á að fletta upp á upplýsingasíðu Umhverfisstofnunar. Og þar blasti við mynd sem varð til þess að mig setti hljóðan.
Myndin sem blasti við af innvolsi í maga fugls á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Myndin sem blasti við af innvolsi í maga fugls á vefsíðu Umhverfisstofnunar. — Chris Jordan/Wikimedia Commons

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Fyrst persónuleg örsaga: Nýlega opnaði ég mjólkurfernu frá Mjólkursamsölunni með plasttappa. Aldrei þessu vant vildi tappinn ekki af hvernig sem ég skrúfaði. Og þegar ég hellti úr fernunni út á hafragrautinn spilltist mjólkin út um allt. Því olli áfasti tappinn og eflaust klaufaskapur minn. Ég hafði um þetta einhver orð sem ekki eiga erindi á prent og spurði hver fjárinn væri hlaupinn í Mjólkursamsöluna. Var mér þá sagt að þetta ætti við um allar fernur óháð því hvert væri innihaldið, skrúfutappar úr plasti ættu undantekningarlaust að vera áfastir. Þetta væru tilmæli sunnan úr

...