„Nágrannar neita hljóðmælingum og hafa djöflast í okkur allar götur frá því áður en staðurinn var opnaður,“ segir Bragi Ægisson framkvæmdastjóri Skors eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um afgreiðslutíma til kl. ellefu í miðri viku og til eitt eftir miðnætti um helgar. „Þeir mættu í úttekt byggingarfultrúa og heilbrigðiseftirlits og hafa kært hvert einasta leyfi sem við höfum fengið. Á annarri hæðinni eru allar íbúðirnar nema ein í túristaleigu og almennt mikið um partí í þessu húsi. Oft er hringt í lögregluna vegna hávaða í húsinu, líka þegar lokað er hjá okkur,“ segir Bragi.

Búið að gera úrbætur

Hann segir að Skor verði með styttri afgreiðslutíma eftir þennan úrskurð sem þýði að það verði opið til tíu í miðri viku og ellefu um helgar. Fyrirtækið muni sækja um

...