Nanna Jónasdóttir fæddist 16. júní 1939. Hún lést 15. júlí 2024.

Útför hennar fór fram 25. júlí 2024.

Undanfarið hafa sprottið upp ýmsar vangaveltur um lífið og dauðann. Um það hvernig við tökum ömmum og öfum sem sjálfgefnum aukapersónum sem börn en seinna áttum við okkur á að þetta séu líka manneskjur sem hafa lifað lífinu. Þó það sé sárt að kveðja þig elsku amma Nanna erum við óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera barnabörnin þín og að hafa fengið 18 bónusár, eftir að við misstum þig næstum, til að kynnast þér betur.

Þín hlýja, umhyggja, blíðlyndi og nærvera voru aðdáunarverð, sem og hvernig þú gast á sama tíma verið ákveðin og gengið á eftir því sem þú stefndir að. Eiginleikar sem hafa án efa komið sér vel bæði í lífi og starfi og við munum reyna að tileinka okkur, þó það verði

...