Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur keppni á sínum öðrum Ólympíuleikum er hún stingur sér til sunds í undanrásum í 200 metra skriðsundi í París á morgun, sunnudag. Undanúrslitin fara fram síðar um daginn og úrslitin á mánudag
París Snæfríður Sól Jórunnardóttir er tilbúin í slaginn á sínum öðrum Ólympíuleikum og stefnir á sæti í undanúrslitum á morgun.
París Snæfríður Sól Jórunnardóttir er tilbúin í slaginn á sínum öðrum Ólympíuleikum og stefnir á sæti í undanúrslitum á morgun. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur keppni á sínum öðrum Ólympíuleikum er hún stingur sér til sunds í undanrásum í 200 metra skriðsundi í París á morgun, sunnudag. Undanúrslitin fara fram síðar um daginn og úrslitin á mánudag. Hún keppir svo í undanrásum 100 metra skriðsunds á þriðjudag.

Morgunblaðið ræddi við Snæfríði á þriðjudag, tæpum sólarhring áður en hún hélt til Parísar. Þá var hún stödd á Spáni þar sem hún var í tíu daga æfingabúðum fyrir stóru stundina.

„Þetta er búið að vera gaman. Það hefur verið góð stemning hérna og gott veður. Það er líka mikil spenna að fara af stað í París og koma sér fyrir í þorpinu. Það styttist heldur betur í þetta og maður er byrjaður

...