— AFP/Kirill Kudruavstev

Ólympíuleikarnir 2024 voru settir í París í gærkvöld með óvenjulegri setningarhátíð sem fram fór á og við ána Signu þar sem um 300 þúsund áhorfendur fylgdust með íþróttafólkinu og fylgdarliði þess sigla á misstórum bátum niður ána. Íslenska sveitin var í báti með Ísrael, Ítalíu og Jamaíku, næstu þjóðum í stafrófinu.

Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona og Hákon Þór Svavarsson haglabyssuskytta voru fánaberar íslenska liðsins og þau einu af íþróttafólkinu sem tók þátt í athöfninni.

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppa í sundi í dag og á morgun og þurftu því að hafa hægt um sig og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir er ekki komin til Parísar þar sem hún keppir ekki fyrr en undir lok leikanna.

Ólympíuleikarnir fara því af stað af fullum krafti, þótt undankeppni í sumum greinum sé þegar hafin, og Anton Sveinn McKee er fyrstur klukkan 9.30 í dag. » 36-37