Útlán Heimilin tóku í fyrra tæpa 170 milljarða króna í verðtryggð lán.
Útlán Heimilin tóku í fyrra tæpa 170 milljarða króna í verðtryggð lán. — Morgunblaðið/Kristinn

Ný útlán til heimila að frádregnum uppgreiðslum námu 16,3 mö.kr. í júní, en aðeins 5,5 mö.kr. í maí (sem var óvenju rólegur mánuður). Verðtryggð útlán námu rúmum 26 mö.kr. en á sama tíma nam uppgreiðsla á óverðtryggðum lánum um 10 mö.kr. Meginþorri verðtryggðra lána í júní var með breytilegum vöxtum.

Verðtryggð lán til heimila námu um 121 ma.kr. á fyrri helmingi ársins en á sama tíma hafa heimilin greitt upp verðtryggð lán fyrir um 54 ma.kr., að meginþorra til á breytilegum vöxtum. Heimilin tóku í fyrra tæpa 170 ma.kr. í verðtryggð lán en greiddu upp óverðtryggð lán fyrir um 72 ma.kr.

Bílalán jukust þó lítillega í júní og námu tæpum einum milljarði króna. Bílalán á fyrri helmingi ársins nema um 4,9 mö.kr., en voru á sama tíma í fyrra um 9,3 ma.kr. og 19 ma.kr. yfir árið í heild.

...