Kópavogur Fylkiskonan Tinna Brá Magnúsdóttir grípur boltann í gær.
Kópavogur Fylkiskonan Tinna Brá Magnúsdóttir grípur boltann í gær. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Breiðablik er aftur komið í toppsæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu eftir heimasigur á nýliðum Fylkis, 1:0, á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Sigurmark Breiðabliks skoraði fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir með skrautlegu skoti frá miðjum markteignum sem fór í gegnum varnarmenn Fylkis og í netið.

Breiðablik er með 39 stig, líkt og Valur, og í toppsæti deildarinnar á markatölu. Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í 14 leikjum í Bestu deildinni. Valskonur hafa fengið á sig 13 mörk en skorað 40 gegn 34 mörkum Breiðabliks.

Sannkallaður stórleikur

Valur fær Breiðablik í heimsókn í næstu umferð deildarinnar en þar getur annað hvort liðið

...