Hermálasérfræðingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa að undanförnu lagt mat á kostnað við að endurskipuleggja varnargetu bandalagsins, sem er ábótavant um margt. Ljóst er að sá kostnaður er gríðarlegur og er rætt um að hækka þurfi það lágmarksviðmið sem aðildarríki NATO verja til varnarmála

Ellen Geirsdóttir Håkansson

ellen@mbl.is

Hermálasérfræðingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa að undanförnu lagt mat á kostnað við að endurskipuleggja varnargetu bandalagsins, sem er ábótavant um margt. Ljóst er að sá kostnaður er gríðarlegur og er rætt um að hækka þurfi það lágmarksviðmið sem aðildarríki NATO verja til varnarmála. Það er nú 2% en af 32 aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins ná 23 ríki þessu lágmarki.

Íslandi ber ekki skylda til þess að ná upp í fyrrnefnt lágmark enda herlaust land. Það vakna þó ýmsar spurningar um stöðu Íslands innan bandalagsins þegar aukin útgjöld aðildarríkja eru annars vegar.

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikla umræðu hafa komið upp á NATO-þinginu um hækkun

...