Rigning Spáð er áframhaldandi úrkomu í vikunni víða um land.
Rigning Spáð er áframhaldandi úrkomu í vikunni víða um land. — Morgunblaðið/Eggert

„Það verður ekki kalt en heldur ekki mjög hlýtt næstu daga,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni.

Að hans sögn mun sólin aðeins láta sjá til sín á landinu en þess á milli má vænta rigningar í öllum landshlutum. Búast má við að vaxi töluvert í ám á hálendinu inni á Fjallabaki, við Langasjó og í Þórsmörk í vikunni eftir umtalsverða úrkomu um síðastliðna helgi.

Vænta má þó ágætisveðurs með hægum vindi fram á miðvikudag en eins og áður kom fram verður ekki mjög hlýtt.

Á fimmtudaginn kemur djúp lægð yfir landið. Í fyrstu leit út fyrir að lægðin yrði nær landi en að sögn Einars er hún fremur djúp miðað við sumartíma. Er nú metið svo að hún fari aðeins sunnar við landið en áður var talið en það kemur til með að rigna frá henni með strekkingsvindi af austri á fimmtudag og fram á

...