Hringvegurinn milli Eldgjár og Víkur í Mýrdal var opnaður um klukkan 21 í gær eftir að hafa verið lokaður í á annan sólarhring vegna skemmda sem urðu í miklu og skyndilegu jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli í ána Skálm austan Mýrdalsjökuls á laugardag
Biðröð Um 200 bílar biðu eftir að komast leiðar sinnar þegar þjóðvegurinn var opnaður um klukkan 21 í gærkvöldi. Hann hafði verið lokaður á kafla vegna jökulhlaups í Skálm á laugardag.
Biðröð Um 200 bílar biðu eftir að komast leiðar sinnar þegar þjóðvegurinn var opnaður um klukkan 21 í gærkvöldi. Hann hafði verið lokaður á kafla vegna jökulhlaups í Skálm á laugardag. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Hringvegurinn milli Eldgjár og Víkur í Mýrdal var opnaður um klukkan 21 í gær eftir að hafa verið lokaður í á annan sólarhring vegna skemmda sem urðu í miklu og skyndilegu jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli í ána Skálm austan Mýrdalsjökuls á laugardag.

Langar bílaraðir mynduðust við brúna yfir Skálm í gærkvöldi áður en vegurinn var opnaður að nýju en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni biðu um 200 bílar þegar loks var hægt að hleypa umferð í gegn.

Miklar skemmdir urðu á um 700 metra kafla á hringveginum við Skálm og verður áfram unnið að viðgerðum þar næstu daga.

„Vegurinn er svo illa farinn og laskaðist mikið á þessum kafla í flóðinu og þess vegna er hann bara einbreiður,“

...