30 ára Kristján fæddist 29. júlí 1994 og ólst upp í Mosfellsbænum. Hann gekk í Lágafellsskóla og fór svo í Borgarholtsskóla. „Þá tók ég mér smá hlé og fór að vinna en lauk síðan stúdentsprófinu í Brú og hélt síðan áfram í Bifröst og lauk þar…

30 ára Kristján fæddist 29. júlí 1994 og ólst upp í Mosfellsbænum. Hann gekk í Lágafellsskóla og fór svo í Borgarholtsskóla. „Þá tók ég mér smá hlé og fór að vinna en lauk síðan stúdentsprófinu í Brú og hélt síðan áfram í Bifröst og lauk þar BS-prófi í viðskiptafræði og síðar meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Stóran hluta námsins tók hann í fjarnámi og var að vinna hjá Ísfugli alveg þar til í vor þegar hann hóf störf hjá Endurskoðunarsviði KPMG, en hann er í meistaranámi í endurskoðun hjá Háskólanum í Reykjavík. „Svo er maður búinn að eignast tvö börn, svo það hefur verið nóg að gera.“

Fjölskylda Unnusta Kristjáns er Íris Una Smith, f. 1996, sem vinnur á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði og er að ljúka við sjúkraliðanám. Börn þeirra eru Vilmar Fenrir Vídalín Smith, f. 2016

...