Reykjanesskagi Um 30 smáskjálftar hafa verið að mælast á sólarhring.
Reykjanesskagi Um 30 smáskjálftar hafa verið að mælast á sólarhring. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Líkur á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi á næstu tveimur vikum fara enn vaxandi að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þá er búið að hækka hættukvarðann fyrir svæði 3, 4 og 6.

Hann segir mikla hættu vera á svæðinu og verið sé að fylgjast grannt með atburðarásinni. Kvikusöfnun og smáskjálftavirkni heldur áfram á svipuðum hraða og áður.

„En í ljósi atburðanna við Mýrdalsjökul er ekki búið að handstaðsetja alla skjálftana sem hafa komið. Það var fyrst farið í að staðsetja alla skjálftana við Mýrdalsjökul og er enn verið að vinna í því að fara yfir alla skjálftana handvirkt.“

Samkvæmt sjálfvirka kerfinu mældust 32 skjálftar á laugardaginn við kvikugang í Grindavík og búið er að yfirfara 12 stærstu atburðina. Frá miðnætti til seinni parts sunnudags mældust 19 skjálftar og hefur skjálftavirknin að undanförnu verið um 30 smáskjálftar á sólarhring.

Að mati Veðurstofunnar eru tvær líklegar sviðsmyndir. Önnur er að

...