Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, rétti sinn hlut á Ólympíuleikunum í París í gær þegar það vann stórsigur á Danmörku, 27:18, eftir að hafa komist í 11:2. Norðmenn töpuðu óvænt fyrir Svíum í fyrstu umferð og…
Stórsigur Þórir Hergeirsson ræðir málin á bekknum í Danaleiknum.
Stórsigur Þórir Hergeirsson ræðir málin á bekknum í Danaleiknum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, rétti sinn hlut á Ólympíuleikunum í París í gær þegar það vann stórsigur á Danmörku, 27:18, eftir að hafa komist í 11:2. Norðmenn töpuðu óvænt fyrir Svíum í fyrstu umferð og liðið var gagnrýnt harkalega í norskum fjölmiðlum í kjölfarið. Kari Dal Brattset og Veronica Kristiansen skoruðu 6 mörk hvor. Svíar eru með 4 stig í riðlinum, Norðmenn, Slóvenar, Danir og Suður-Kórea tvö en Þýskaland ekkert.