Rík lönd þurfa að vakna og hætta blóðtöku billjóna dala til sjálfskipaðrar loftslagsstefnu sem fáir munu fylgja en margir hlæja að.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Frá tíunda áratugnum hafa loftslagsbreytingar orðið þráhyggja stjórnmálamanna og yfirstétta ríkra landa. Hún fæddist og dafnaði í jarðvegi þar sem heimurinn hafði rétt naumlega séð fyrir endann á kalda stríðinu. Í sögulegu ljósi var friðsælt, traust ríkti um allan heim, víðtækur hagvöxtur og örar framfarir gegn fátækt. Sérstaklega leið íbúum höfuðborga Evrópu eins og stærstu vandamál plánetunnar væru leyst. Loftslagsbreytingar væru síðasta víglínan.

Þessir talsmenn loftslagsaðgerða hafa beitt sér af miklum ákafa og sannfæringu fyrir því að við hættum að nota jarðefnaeldsneyti. Einmitt þann orkugjafa sem hafði knúið áfram tveggja alda undraverðan vöxt. Vissulega myndi þetta kosta hundruð billjóna dala, en það yrði alltaf meiri hagvöxtur.

Þvílík þröngsýn og barnaleg sýn á heiminn.

...