Björgun Ferðafólki sem festi bíl í Kirkjufellsósi var bjargað á þurrt.
Björgun Ferðafólki sem festi bíl í Kirkjufellsósi var bjargað á þurrt. — Ljósmynd/Landsbjörg

Ferðamenn lentu í vandræðum í gær þegar þeir festu bíl sinn á leið yfir Kirkju­fellsós við Tungnaá, aust­an við Kýl­inga­vatn.

Há­lendis­vakt Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í Land­manna­laug­um var kölluð út og fóru fé­lag­ar úr björg­un­ar­sveit­inni Ægi í Garði á staðinn. Fram kemur í tilkynningu að þegar að var komið var fólkið komið út úr bíln­um og hélt til á þaki hans. Björg­un­ar­maður með straum­vatnsbjörg­un­ar­búnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegn­blaut, en mikið vatn hafði flætt inn í bílinn, og tals­vert köld. Þau voru vaf­in í ull­arteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar. Bíll fólks­ins var svo losaður úr ánni.

Þá tókst björg­un­ar­sveitarmönnum að gang­setja bíl­inn og var hann flutt­ur ásamt ferðalöng­un­um að aðstöðu há­lendis­vakt­ar­inn­ar í Land­manna­laug­um, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús.

Veður­stof­an gaf í gær út gula viðvör­un vegna úr­komu á Suður-

...