Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður.
Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður.

Mörgum brá við víðtæk skemmdarverk í Frakklandi til þess að trufla Ólympíuleikana og valda enn meiri glundroða í landinu en jafnvel Macron Frakklandsforseta hefur tekist.

Þær fréttir eru þó ekkert hjá þeim stórtíðindum í hádegisfréttum Rúv. á föstudag þegar Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður upplýsti óvænt að verklagið benti til þess að þar hefðu „öfgavinstrimenn“ verið að verki.

Hlustendum Rúv. fyrirgæfist að halda að engir vinstriöfgamenn væru til í heiminum, þar fær enginn slíkan stimpil, sama hvað þeir ganga langt í ofstopanum; hvorki Stalín né Sólveig Anna Jónsdóttir, Pol Pot né Pale-Stína, Maduro né Gunnar Smári Egilsson.

Í bókum Rúv. hafa vinstrimenn til þessa ekki getað verið öfgamenn, en samkvæmt fjölmiðlavakt Creditinfo hefur hugtakið aðeins verið notað þar af einu

...