Víkingar losuðu um markastífluna sem hefur hrjáð þá síðustu vikur þegar þeir lögðu HK að velli, 5:1, í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í gærkvöld. Þeir gerðu nánast út um leikinn með því að komast í 3:1 á lokamínútum fyrri hálfleiks og fylgdu því eftir í seinni hálfleik
Úlfarsárdalur Fred Saraiva fagnar öðru marka sinna fyrir Fram gegn Val.
Úlfarsárdalur Fred Saraiva fagnar öðru marka sinna fyrir Fram gegn Val. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar losuðu um markastífluna sem hefur hrjáð þá síðustu vikur þegar þeir lögðu HK að velli, 5:1, í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í gærkvöld.

Þeir gerðu nánast út um leikinn með því að komast í 3:1 á lokamínútum fyrri hálfleiks og fylgdu því eftir í seinni hálfleik. Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk og Ari Sigurpálsson var með mark og stoðsendingu.

Víkingar, sem höfðu aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum í deild og Evrópukeppni, eru þá sex stigum á undan Blikum sem eiga þó leik til góða.

HK hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum en helst þó enn fyrir ofan fallsætin.

...