Jón Einar Clausen fæddist í Reykjavík 28. desember 1951. Hann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 9. júlí 2024.

Foreldrar Jóns eru Eyvindur Alfreð Clausen, söngvari og málarameistari, f. 7.5. 1918, d. 26.11. 1981, og Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir frá Litlabæ í Vestmanneyjum, f. 5.11. 1923, d. 25.12. 1980. Fósturfaðir Jóns var Hermann Ólafsson, f. 9.12. 1913, d. 22.5. 1993. Bræður Jóns eru Engilbert Kristinn Clausen, f. 20.12. 1944, d. 20.1. 1997, Steinar Már Clausen, f. 7.8. 1947 og Róbert Atli Clausen, f. 22.5. 1950. Systur Jóns samfeðra eru Kristín Edda Clausen, f. 23.5. 1939, d. 2.6. 2014, Ragnheiður Þórkatla Clausen, f. 13.6. 1960. Systir Jóns sammæðra er Elín Bára Njálsdóttir, f. 3.6. 1956.

Jón ólst upp í Reykjavík og fór ungur í sveit víða, t.d. Hamra á Akureyri og í Skagafjörð. Jón fór ungur að vinna fyrir sér við byggingarstörf

...