Umdeildanleg opnunarathöfn Ólympíuleika

Ólympíuleikarnir í París voru settir á föstudag með opnunarathöfn, gríðarlegri skrautsýningu sem mikið var lagt í.

Frakkar reyndu ekki að keppa við hina stórfenglegu hátæknihátíð Japana fyrir fjórum árum eða að binda hana við aðalleikvanginn, heldur var heimsborgin París sjálf sviðið. Keppnisliðin látin sigla niður Signu og sótt í þá digru sjóði, sem hin fornfræga menningarþjóð býr yfir, til að enduróma kjörorð stjórnarbyltingarinnar 1789 um frelsi, jafnrétti og bræðralag.

En það var einkennilegt að láta aríu úr Carmen sigla inn í grjótharðan flutning þungarokkssveitarinnar Gojira. Ekki þó jafnskrýtið og að hann hófst á söng Marie Antoinette með afhöggvið höfuðið í eigin höndum og strjúpinn blóðugur yfir.

Þetta var byltingarsöngurinn Ça ira, sem á íslensku útleggst

...