Ingimar Friðfinnsson fæddist 3. júlí 1926 að Flögu í Hörgárdal. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 27. júní 2024.

Foreldrar Ingimars voru Friðfinnur Steindór Sigtryggsson, f. 13. desember 1889 á Hjalteyri, d. 24. ágúst 1976 á Akureyri, bóndi í Baugaseli í Barkárdal. Móðir Ingimars var Una Zophoníasdóttir, f. 24. júní 1894 í Baugaseli, d. 26. nóvember 1970 á Akureyri. Afi Ingimars í föðurætt var Sigtryggur Sigurðsson, f. 26. mars 1856, sjómaður á Hjalteyri. Kona hans var María Pálsdóttir, f. 6. desember 1860 á Féeggstöðum í Barkárdal. Afi Ingimars í móðurætt var Zophonías Sigurðsson, f. 26. ágúst 1859 í Bitrugerði. Kona hans var Helga Frímannsdóttir, f. 24. september 1851 á Ásgerðarstöðum. Friðfinnur og Una áttu sjö syni. Þeir voru: a) Friðfinnur, f. 1917, b) Páll, f. 1918, c) Helgi Marinó, f. 1923, d) Ingimar, f. 1926, sem hér er kvaddur síðastur bræðra sinna, e) Jón Steinberg,

...