Ljósvakarýnir horfði á erlendri stöð á fyrsta þáttinn af Lady in the Lake með Nathalie Portman. Gagnrýnandi Guardian hafði sagt að allt smekkvíst fólk ætti að hrífast af þáttunum og gaf þeim í hrifningarvímu fimm stjörnur
Portman Fer með aðalhlutverk í glæpaþáttum.
Portman Fer með aðalhlutverk í glæpaþáttum. — AFP/Jamie McCarthy

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ljósvakarýnir horfði á erlendri stöð á fyrsta þáttinn af Lady in the Lake með Nathalie Portman. Gagnrýnandi Guardian hafði sagt að allt smekkvíst fólk ætti að hrífast af þáttunum og gaf þeim í hrifningarvímu fimm stjörnur.

Ljósvakarýnir ákvað að trúa gagnrýnanda Guardian og horfði á þreytandi fyrsta þátt, sem virtist aðallega fjalla um það hversu ömurlegt er að vera kona. Umgjörðin var öll mjög vönduð og þættirnir eru vel leiknir en drunginn var óskaplegur.

Líklega átti áhorfendum ekki að vera skemmt. Þetta eru jú glæpaþættir þar sem barn hvarf og fannst myrt og síðan var kona myrt. Það hefði samt átt að vera hægt að setja einhverja spennu í þættina en það var ekki gert. Allt var svo drepleiðinlegt.

...