Þungarokkshljómsveitin Dimma fagnar 20 ára afmæli í ár og af því tilefni verða haldnir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hofi á Akureyri 5. október og Eldborg í Hörpu 11. október
Stuð Dimma og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum.
Stuð Dimma og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Þungarokkshljómsveitin Dimma fagnar 20 ára afmæli í ár og af því tilefni verða haldnir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hofi á Akureyri 5. október og Eldborg í Hörpu 11. október. Á efnisskrá verða vinsælustu lög Dimmu ásamt völdum ópusum af öllum breiðskífum sveitarinnar í nýjum útsetningum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar og Julian Kershaw, sem meðal annars hefur útsett fyrir Paul McCartney.

„Við höfum gefið út sex hljóðversbreiðskífur og fjölmargar tónleikaplötur og þar á meðal eina með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ segir gítarleikarinn Ingólfur Geirdal, kallaður Ingó. Þeir hafi spilað með SinfóníuNord á þrennum tónleikum fyrir tæplega áratug og gefið efnið út á DVD og CD auk þess sem tónleikarnir

...