Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna, með eintóma NBA-leikmenn í sínum röðum, hóf körfuknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í gær með stórsigri á sterku liði Serbíu, 110:84. Kevin Durant og LeBron James létu mest að sér kveða, skoruðu 23 og…

Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna, með eintóma NBA-leikmenn í sínum röðum, hóf körfuknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í gær með stórsigri á sterku liði Serbíu, 110:84. Kevin Durant og LeBron James létu mest að sér kveða, skoruðu 23 og 21 stig, en leikmenn á borð við Jrue Holiday og Stephen Curry komu líka mikið við sögu. Nikola Jokic, einn besti leikmaður NBA, var í aðalhlutverki hjá Serbum og skoraði 20 stig. Bandaríska liðið stefnir á að vinna ólympíugullið fimmtu leikana í röð.