Óreistur varnargarður í norður frá Sýlingarfelli er besta leiðin til að verja Svartsengi segja sérfræðingar. Gífurlegt hagsmunamál.

Sigtryggur Jónsson

Er mögulegt að draga verulega úr hættu við Svartsengi? Svarið er já. Þorvaldur Þórðarson prófessor og Skúli Ágústsson byggingartæknifræðingur hafa lengi lagt til að beina hraunflæði frá Sundhnúk í norður með varnargarði frá Sýlingarfelli að Arnarsetri. Þar er pláss fyrir fleiri en einn garð ef sá fyrsti fer í kaf. Þetta hefur verið kunnugt stjórnvöldum frá 2020. Það má leiða að því líkur að varnargarður þarna, gerður í byrjun 2024, hefði komið í veg fyrir að hraun rynni í vestur yfir Grindavíkurveg og hitalagnir. Fjármunum til endurgerðar laskaðra innviða hefði verið betur varið í byggingu varnargarðs sem var líklegur til að verja þá tjóni og koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar fyrir Suðurnesin.

Almannavarnir vinna nú að hækkun á garði L1 norður af Svartsengi eftir að hraun flæddi yfir hann örstutt frá orkuveri. Varnargarður

...