Ásakanir Bank of America var á meðal þeirra tíu banka sem flæktust í málið.
Ásakanir Bank of America var á meðal þeirra tíu banka sem flæktust í málið. — AFP/Brandon Bell

Sex risabankar hafa samið um að greiða 80 milljóna dala bætur til að binda enda á rannsókn á meintu samráði í viðskiptum með evrópsk ríkisskuldabréf. Bankarnir sem um ræðir eru Bank of America, Jefferies, Citigroup, Nomura, NatWest og UBS. Áður höfðu fjórir aðrir bankar; UniCredit, Natixis, State Street og JPMorgan Chase kosið að ljúka málinu með sama hætti og greitt 40 milljónir dala samanlagt til að vera lausir allra mála. Nema bæturnar vegna málsins því samtals 120 milljónum dala að því gefnu að bandarískir dómstólar fallist á sáttina.

Þrír bandarískir lífeyrissjóðir leiddu málsókn gegn bönkunum í New York þar sem fullyrt var að starfsmenn bankanna hefðu ráðið ráðum sínum, m.a. á spjallsvæðum á netinu, til að standa betur að vígi í útboðum á skuldabréfum sem þeir gátu svo selt á óeðlilega háu verði til verðbréfasjóða, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Átti samráðið að hafa átt sér stað

...