„Það kom skemmtilega á óvart hve gotið gekk vel,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir sem nýlega sneri úr árlegri vöktun refa á Hornströndum. Ester sem er spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hefur vaktað refi á svæðinu í 26 ár, allt frá 1998
Refir Þessir yrðlingar eru meðal ábúenda á Hornströndum þetta sumarið. Þar er ábúð með besta móti, öll hefðbundin óðul setin og got í þeim flestum.
Refir Þessir yrðlingar eru meðal ábúenda á Hornströndum þetta sumarið. Þar er ábúð með besta móti, öll hefðbundin óðul setin og got í þeim flestum. — Ljósmynd/Ester Rut Unnsteinsdóttir

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

„Það kom skemmtilega á óvart hve gotið gekk vel,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir sem nýlega sneri úr árlegri vöktun refa á Hornströndum.

Ester sem er spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hefur vaktað refi á svæðinu í 26 ár, allt frá 1998.

„Ég fer alltaf yfir sama svæði á hverju ári og tel hve mörg pör eru með yrðlinga.“

...