Tyrkneska þingið hóf í gær til­finningaþrungna umræðu um lagafrumvarp sem miðar að því að stemma stigu við vaxandi fjölda flækningshunda í landinu. Ríkisstjórnin áætlar að um fjórar milljónir flækingshunda séu í landinu, og lagafrumvarpið gerir ráð…
Á borðanum segir Afturkallið lögin.
Á borðanum segir Afturkallið lögin.

Tyrkneska þingið hóf í gær til­finningaþrungna umræðu um lagafrumvarp sem miðar að því að stemma stigu við vaxandi fjölda flækningshunda í landinu.

Ríkisstjórnin áætlar að um fjórar milljónir flækingshunda séu í landinu, og lagafrumvarpið gerir ráð fyrir að heimilt verði að aflífa veika hunda og dýr sem sýna af sér „neikvæða hegðun“. Þá verði hámarkssekt fyrir að skilja hunda eftir á vergangi hækkuð 60-falt í um 60 þúsund lírur, jafngildi um 250 þúsund króna.

Lagafrumvarpið er umdeilt og hefur því verið mótmælt á götum úti en andstæðingar þess segja að það muni leiða til fjöldaaflífunar á hundum.