Að vera með böggum hildar finnst sumum fornt að sjá. Þess sjást þó ekki merki fyrr en á 19. öld. Og líkingin er óljós, segir Mergur málsins. En merkingin er að vera kvíðinn, áhyggjufullur

Að vera með böggum hildar finnst sumum fornt að sjá. Þess sjást þó ekki merki fyrr en á 19. öld. Og líkingin er óljós, segir Mergur málsins. En merkingin er að vera kvíðinn, áhyggjufullur. Maður er með böggum hildar um e-ð eða yfir e-u. Eða einfaldlega: „Mér líst ekki á verðbólguþróunina, er satt að segja með böggum hildar.