Ljóst var í gær að sex þingmenn Íhaldsflokksins hefðu gefið kost á sér til þess að verða næsti leiðtogi flokksins, en framboðsfrestur rann þá út. Kemi Badenoch fyrrverandi viðskiptaráðherra tilkynnti um framboð sitt í gærmorgun, en áður höfðu þau…

Ljóst var í gær að sex þingmenn Íhaldsflokksins hefðu gefið kost á sér til þess að verða næsti leiðtogi flokksins, en framboðsfrestur rann þá út.

Kemi Badenoch fyrrverandi viðskiptaráðherra tilkynnti um framboð sitt í gærmorgun, en áður höfðu þau James Cleverly, Priti Patel, Tom Tugendhat, Robert Jenrick og Mel Stride einnig tilkynnt um framboð, en öll hafa þau gegnt ráðherraembætti fyrir flokkinn.

Þingmenn flokksins munu nú kjósa um frambjóðendurna þar til einungis tveir standa eftir, og fá þá allir flokksmenn að velja á milli tveggja efstu. Verða úrslit ekki ljós fyrr en 2. nóvember nk. og mun Rishi Sunak gegna leiðtogaembættinu þar til eftirmaður hans hefur verið valinn.