Stjórnvöld í flestum vestrænum ríkjum lýstu í gær yfir efasemdum sínum um niðurstöðu forsetakosninganna í Venesúela, sem fram fóru um helgina, eftir að landskjörstjórn þar lýsti því yfir að sitjandi forseti, Nicolás Maduro, hefði hlotið meirihluta atkvæða
Venesúela Maduro fagnaði hinni opinberu talningu mjög ásamt stuðningsmönnum sínum í höfuðborginni Caracas.
Venesúela Maduro fagnaði hinni opinberu talningu mjög ásamt stuðningsmönnum sínum í höfuðborginni Caracas. — AFP/Yuri Cortez

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Stjórnvöld í flestum vestrænum ríkjum lýstu í gær yfir efasemdum sínum um niðurstöðu forsetakosninganna í Venesúela, sem fram fóru um helgina, eftir að landskjörstjórn þar lýsti því yfir að sitjandi forseti, Nicolás Maduro, hefði hlotið meirihluta atkvæða.

Samkvæmt kjörstjórninni, sem einungis er skipuð samflokksmönnum Maduros, hlaut hann 51,2% atkvæða, en frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, 44,2%. Aðrir frambjóðendur fengu svo samtals 4,6%. Stjórnarandstöðuflokkarnir í Venesúela mótmæltu þegar hinni opinberu niðurstöðu, og sögðust búa yfir bæði gögnum og útgönguspám sem sýndu að González hefði hlotið í kringum 70% atkvæða.

María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Vente Venezuela, sagði að hún vildi segja Venesúelabúum og allri heimsbyggðinni að González væri réttkjörinn forseti landsins, og að hin opinbera

...