Óskarsverðlaunahafinn Robert Downey Jr. snýr aftur á hvíta tjaldið hjá Marvel í ofurhetjumyndinni Avengers: Doomsday (2026). Þessu greinir AFP frá
Robert Downey Jr. Tók grímu illmennisins ofan með leikrænum tilburðum.
Robert Downey Jr. Tók grímu illmennisins ofan með leikrænum tilburðum. — AFP/Matt Winkelmeyer

Óskarsverðlaunahafinn Robert Downey Jr. snýr aftur á hvíta tjaldið hjá Marvel í ofurhetjumyndinni Avengers: Doomsday (2026). Þessu greinir AFP frá. Leikarinn kom aðdáendum sínum á óvart með dramatískum hætti á Comic Con-ráðstefnunni í San Diego um helgina. Hann hafði fyrr á árinu gefið það í skyn að hann myndi snúa aftur í Marvel-­heiminn og töldu flestir að ráðgert væri að endurvekja Iron Man sem lést í Avengers: Endgame (2019). Um helgina kom hins vegar í ljós að leikarinn mun túlka illmennið Doctor Doom. „Mér finnst spennandi að leika flóknar persónur,“ lét ­Robert Downey Jr. hafa eftir sér við þetta tilefni.