Elín Guðný Bóasdóttir, oftast kölluð Ella, fæddist á Borg, Njarðvík, Borgarfirði eystri 31. ágúst 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. júlí 2024.

Foreldrar hennar voru Bóas Eydal Sigurðsson, bóndi í Njarðvík, f. á Eyvindará í Eiðahreppi í S-Múl. 1. júní 1891, d. 20. maí 1968, og Anna Jakobína Ármannsdóttir, f. í Snotrunesi í Borgarfirði eystri 26. febrúar 1892, d. 16. janúar 1989. Systkini Elínar voru Karl, f. 9. júlí 1925, d. 25. júlí 2009, Gunnar Sigurgeir, f. 10. júní 1927, d. 10. október 2004, Sigurður, f. 13. febrúar 1929, d. 11. júní 2008, Aðalheiður, f. 19. október 1933, d. 27. október 2015, Árni Ármann, f. 17. september 1936, d. 4. maí 2017, og hálfbróðir samfeðra, Ragnar, f. 18. maí 1918, d. 2. ágúst 1993.

Elín giftist eiginmanni sínum Kristmundi Guðmundssyni 31. desember 1965. Foreldrar hans voru Katrín Kristmundsdóttir,

...