Forsvarsmaður útboðsþjónustu telur að nýlegar breytingar á lögum um opinber innkaup muni ekki liðka fyrir samkeppni á útboðsmarkaði, þrátt fyrir að Ríkiskaup verði lögð niður og verkefni færð til Fjársýslunnar, né að það muni tryggja að samræmis sé…
<strong></strong>Ríkisvaldið<strong> </strong>Forsvarsmaður útboðsþjónustu segir að ríkið eigi ekki að vera ráðandi aðili á útboðsmarkaði.
Ríkisvaldið Forsvarsmaður útboðsþjónustu segir að ríkið eigi ekki að vera ráðandi aðili á útboðsmarkaði.

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Forsvarsmaður útboðsþjónustu telur að nýlegar breytingar á lögum um opinber innkaup muni ekki liðka fyrir samkeppni á útboðsmarkaði, þrátt fyrir að Ríkiskaup verði lögð niður og verkefni færð til Fjársýslunnar, né að það muni tryggja að samræmis sé gætt við samskonar reglur annars staðar á Norðurlöndum. Í umsögn útboðsþjónustunnar Consensa við frumvarpið kemur fram að fyrirkomulagið á Íslandi, þrátt fyrir umræddar lagabreytingar, sé ekki í samræmi við þá almennu þróun sem hafi átt sér stað á Norðurlöndunum.

Þá er bent á að opinberar innkaupastofnanir í nágrannalöndum veiti ekki til að mynda sveitarfélögum og opinberum stofnunum útboðsþjónustu í samkeppni við einkaaðila á markaði. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið á sínum tíma að ganga lengra með því að skylda nær alla

...