Sólin hefur skinið í 104,5 klukkustundir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er júlímánuði. Er þetta 62 sólskinsstundum undir meðallagi, eða sem nemur sólskini í heila viku undir meðallagi. Frá þessu greinir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali við…
Sól Þeir eru nokkrir dagarnir sem hafa verið góðir í borginni í sumar.
Sól Þeir eru nokkrir dagarnir sem hafa verið góðir í borginni í sumar. — Morgunblaðið/Eyþór

Sólin hefur skinið í 104,5 klukkustundir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er júlímánuði. Er þetta 62 sólskinsstundum undir meðallagi, eða sem nemur sólskini í heila viku undir meðallagi.

Frá þessu greinir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is og bætir við að sólskinsstundir í júlímánuði hafi einungis 20 sinnum verið færri síðustu 115 árin.

Fæstar hafi sólskinsstundirnar verið í júlímánuði árið 1989 þegar þær voru einungis 56, eða rétt helmingurinn af þeim sólarstundum sem hafa verið það sem af er núverandi júlímánuði. Þess ber þó að geta að enn á eftir að taka mið af síðustu þremur dögum mánaðarins.

Þó að sólskinsstundir í júlí hafi einungis 20 sinnum verið færri á síðustu 115 árum er ekki svo langt síðan það gerðist síðast. Var það í júlí árið 2021

...