Ólafsvaka Færeyingar vilja fulla aðild að Norðurlandaráði. Bryndís Haraldsdóttir segir mikilvægt að þeir verði áfram með í norrænni samvinnu.
Ólafsvaka Færeyingar vilja fulla aðild að Norðurlandaráði. Bryndís Haraldsdóttir segir mikilvægt að þeir verði áfram með í norrænni samvinnu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og formaður Norðurlandaráðs, segir að Aksel V. Johannesen, forsætisráðherra Færeyja, hafi greint frá því skýrt í stefnuræðu sinni í gær að Færeyingar vilji núna fulla aðild að Norðurlandaráði.

„Hann talaði um að þau hefðu í heil 50 ár verið að bíða eftir því að fá fulla aðild að Norðurlandaráði. Sagði að þolinmæðin væri á þrotum og að nú vildu þau sjá einhvern árangur, annars þyrftu þau að grípa til einhverra róttækra aðgerða,“ segir Bryndís í samtali við Morgunblaðið.

Bryndís er stödd í Færeyjum á Ólafsvöku og í gær var þingsetning þar sem forsætisráðherrann fór með ræðu sína um stefnu ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur. Hún segir Færeyinga vera að vinna með svipaða leikbók og Grænlendingar, en grænlenski forsætisráðherrann hefur gefið það út að hann hyggist ekki taka þátt í

...