Nokkurt fjaðrafok varð vegna bílakaupa tilvonandi forsetahjóna, aðallega þó vegna þess að umboðið birti mynd af bílnum og stoltum, nýbökuðum eigendum hans; í óleyfi að virðist. Á ritstjori.is spyr Snorri Másson hvernig þetta gat gerst og telur…
Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir

Nokkurt fjaðrafok varð vegna bílakaupa tilvonandi forsetahjóna, aðallega þó vegna þess að umboðið birti mynd af bílnum og stoltum, nýbökuðum eigendum hans; í óleyfi að virðist.

Á ritstjori.is spyr Snorri Másson hvernig þetta gat gerst og telur skýringuna þá að þau Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hafi verið að kaupa sér rafbíl, enda sagði umboðið valið „mikilvægt fordæmi“.

Snorri efar að svo sé, heldur því fram að fordæmisgildi svo hversdagslegra kaupa sé úr sögunni: „Árið 2024 er ljóst að íslenskir neytendur þurfa ekkert „fordæmi“ frá hinni göfugu yfirstétt til þess að velja sér sparneytnari bíl sem er í ofanálag niðurgreiddur með skattfé […]

Þessi sama yfirstétt telur sér þó trú um að mikilvægt sé að hún sýni þetta fordæmi. Ef við köfum dýpra er

...