Jazzkvartett Ómars Einarssonar kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Kvartettinn skipa auk Ómars á gítar, þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Sigmar Þór Matthíasson á bassa og Erik Qvick á trommur. Á efnisskránni verða vel valin verk eftir meðal annars Ornette Coleman, John Abercrombie, Victor Young og Pat Metheny. Samkvæmt upplýsingum frá sveitinni er ekki ólíklegt að frumsamið efni verði einnig á dagskránni. Miðar fást á harpa.is.