Námsmat Margar hugbúnaðarlausnir fyrir menntakerfið eru til.
Námsmat Margar hugbúnaðarlausnir fyrir menntakerfið eru til. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá grunnskóladeild menntasviðs Kópavogsbæjar, telur markaðsbrest og einokun ríkisins á markaði með námsgögn hafa komið í veg fyrir að matskerfi innan menntakerfisins hafi náð að þróast og hámarka skilvirkni. Þetta kemur fram í umsögn hennar í samráðsgátt stjórnvalda við áform mennta- og barnamálaráðuneytisins um að leggja niður samræmdu könnunarprófin til frambúðar.

Í umsögninni fagnar Bergþóra áformunum en telur þó ýmislegt vera umhugsunarvert hvað varðar námsmat og námsgögn.

„Tengja þarf menntastefnu OECD við áþreifanlegri árangursmælikvarða. Nútímavæða þarf námsmat með því að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Persónuvernd vinni með og styðji við framsækin, íslensk menntatæknifyrirtæki og auki með því gæða- og áhættugreiningu og nýtingu á þeim gögnum sem þegar eru

...