Uppfærslan á óperunni Tristan og Ísold eftir Richard Wagner í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á Wagner-hátíðinni í Bayreuth í Þýskalandi fær misjafnar umsagnir. Þar er tónlistarflutningnum yfirleitt hampað, en hinu leikræna síður
Tilþrif Mikið hefur verið fjallað um uppfærslu Þorleifs Arnar Arnarssonar á óperunni Tristan og Ísold í Bayreuth.
Tilþrif Mikið hefur verið fjallað um uppfærslu Þorleifs Arnar Arnarssonar á óperunni Tristan og Ísold í Bayreuth. — Ljósmynd/Enrico Nawrath

Uppfærslan á óperunni Tristan og Ísold eftir Richard Wagner í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á Wagner-hátíðinni í Bayreuth í Þýskalandi fær misjafnar umsagnir. Þar er tónlistarflutningnum yfirleitt hampað, en hinu leikræna síður. Ólafur Kjartan Sigurðarson hlýtur lof fyrir söng sinn í hlutverki Karwenals.

Hátíðin í Bayreuth var opnuð með uppfærslunni á Tristan og Ísold á fimmtudagskvöld og hafa margir miðlar birt rýni um sýninguna.

Eins og bent er á í umsögn menningarvefjarins Nachtkritik.de er óperan ekkert áhlaupaverk fyrir leikstjóra. „Þótt mikið gangi á í orðum og nótum, gerist minna í framvindunni,“ segir þar.

Georg Kasch gagnrýnandi Nachtkritik veltir fyrir sér sviðsmyndinni, skipi, sem vart

...