Tryggvi Kristinn Gestsson fæddist 8. maí 1933 að Hraungerði í Flóa. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar 8. júlí 2024 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Foreldrar hans voru Guðrún Arnfríður Tryggvadóttir og Gestur Jónsson. Tryggvi var næst elstur sex systkina; Ragnheiður, Guðjón, Hólmfríður Salóme, Haraldur og Kristín sem er ein eftirlifandi.

Árið 1968 kvæntist hann Öldu Hermannsdóttur og þau eignuðust fjórar dætur. Þær eru Guðrún Erna, gift Þóri Haraldssyni, Guðbjörg Steinunn, í sambúð með Þorsteini Gíslasyni, Hrafnhildur, gift Braga Þór Svavarssyni og Álfheiður, gift Sverri Jón Einarssyni. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabörnin þrjú. Alda lést í júní 2023.

Tryggvi flutti á öðru ári að Hróarsholti í Villingaholtshreppi þar sem foreldrar hans hófu búskap. Þar ólst hann upp og tók með virkum hætti þátt

...