Ítalski knattspyrnumaðurinn Riccardo Calafiori er genginn til liðs við Arsenal. Félagið greindi frá því í gær en hann er varnarmaður sem kemur frá Bologna fyrir 42 milljónir punda. Calafiori var einn af betri leikmönnum Ítalíu á Evrópumótinu í Þýskalandi fyrr í sumar. Ítalir duttu út í 16-liða úrslitum fyrir Sviss en Calafiori var í banni í þeim leik.

Framarar eru að fá til sín hollenskan knattspyrnumann, Djenario Daniels, sem kemur til þeirra frá Leixoes í Portúgal. Þetta staðfesti Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, við Morgunblaðið í gær. Daniels er 22 ára sóknarmaður sem ólst upp hjá Almere City og síðan PSV Eindhoven þar sem hann lék með varaliði PSV í hollensku B-deildinni. Hann gekk í raðir Leixoes í portúgölsku B-deildinni í febrúar og lék þar til loka tímabils.

...