Rekstrartekjur stefnumóta­appsins Smitten hækkuðu um 887% milli áranna 2022 og 2023. Námu tekjurnar 1,2 ­milljörðum króna á síðasta ári en 125 milljónum króna árið áður. Hagnaður félagsins nam 337 milljónum á síðasta ári en tapið árið áður nam 259 milljónum.

Í samtali við Morgunblaðið segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Smitten, hver skýringin sé á tekjuaukningunni.

„Við erum með bandarískt móðurfélag sem heitir Smitten technologies inc. og íslenska félagið er dótturfélag þess félags og það starfar í raun sem rannsóknar- og þróunarfélag fyrir bandaríska félagið. Þannig að í raun er allur kostnaður sem verður til í íslenska félaginu ­gjaldfærður yfir til bandaríska félagsins sem útskýrir stærstan hluta af ­þessum tekjum.“

Davíð segir jafnframt að á síðasta ári hafi hugbúnaður félagsins verið seldur, sem útskýrir tekjuaukninguna einnig að hluta til. Aðspurður segir Davíð áhugann á Smitten vera mikinn. Smitten sé

...