Endurkoma Söngur Céline Dion í Eiffel-turninum markar vonandi endurkomu hennar eftir erfið veikindi.
Endurkoma Söngur Céline Dion í Eiffel-turninum markar vonandi endurkomu hennar eftir erfið veikindi. — AFP

„Ég er yfirkomin af gleði,“ skrifaði tónlistarkonan Céline Dion í ­færslu á Instagram-síðu sinni ­eftir að hafa tekið þátt í opnunar­hátíð Ólympíuleikanna í París á föstudag. Þar söng hún, í sjálfum Eiffel-turninum, lagið „Hymne à l’amour“ eftir Marg­uerite Monnot við texta Édith Piaf. Er þetta í fyrsta sinn sem Dion kemur fram og syngur opinberlega síðan 2020, eftir að hún greindist með sjaldgæfa taugaröskun (SPS) sem veldur því að vöðvar líkamans stífna og hún fær krampa í þá. Í heimildarmyndinni I Am: Céline Dion, sem frumsýnd var fyrr á ­árinu, lýsti Dion því að sig dreymdi um að geta aftur farið að syngja fyrir fólk á sviði.

Á Instagram skrifar Dion að það hafi verið sér mikill heiður að koma fram á opnunarhátíðinni í París, sem sé ein af hennar uppáhaldsborgum. Einnig hafi það glatt hana að geta heiðrað allt það „ótrúlega íþróttafólk“ sem taki þátt í leikunum. „Þið getið öll verið stolt

...