— Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Þór Bæring og Kristín Sif ræða endursölusíður á borð við Brask og brall á Facebook og bland.is í morgunþætti sínum. Hafa þau bæði reynslu af viðskiptum á slíkum síðum og kveðast ekki alls kostar sátt við viðskiptahætti fólks. Flestir Íslendingar kannast við að selja notað á netinu en Þór lýsir því að hafa reynt að selja húsgögn undanfarnar vikur. Nefnir hann að fáránlega margar fyrirspurnir berist um hlutina sem eru til sölu en tekur fram að sér finnist þó leiðinlegast að eiga í samskiptum við fólk sem stendur ekki við loforð. Meira á K100.is.