Maður sem var handtekinn fyrir að bera kynfæri sín fyrir konu og elta hana aðfaranótt laugardags var yfirheyrður á sunnudag og síðar sleppt úr haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,…
Lögreglan Nokkur blygðunarsemisbrot eru nú til rannsóknar.
Lögreglan Nokkur blygðunarsemisbrot eru nú til rannsóknar. — Morgunblaðið/Eggert

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Maður sem var handtekinn fyrir að bera kynfæri sín fyrir konu og elta hana aðfaranótt laugardags var yfirheyrður á sunnudag og síðar sleppt úr haldi lögreglu.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, upplýsir í samtali við Morgunblaðið að málið sé nú til rannsóknar og jafnframt sé verið að kanna hvort það tengist öðrum málum sem lögregla hefur fengið tilkynningar um og svipar til þessa.

„Við erum að rannsaka nokkur mál þar sem maður er grunaður um að hafa berað sig eða áreitt með einhverjum hætti konur, og hvort um er að ræða sama manninn er bara hluti af rannsókninni eða hvort um er að ræða einhverja fleiri,“ segir yfirlögregluþjónninn í samtali við Morgunblaðið.

...