Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, er mætt til Parísar á sína fyrstu Ólympíuleika. Edda, eins og hún er kölluð, verður á morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum
París Guðlaug Edda Hannesdóttir á bökkum Signu þar sem vonast er til að sundkeppni þríþrautarinnar fari fram á morgun.
París Guðlaug Edda Hannesdóttir á bökkum Signu þar sem vonast er til að sundkeppni þríþrautarinnar fari fram á morgun. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, er mætt til Parísar á sína fyrstu Ólympíuleika. Edda, eins og hún er kölluð, verður á morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Í þríþraut eru syntir 1.500 metrar og hjólaðir 40 kílómetrar áður en keppni lýkur með 10 kílómetra hlaupi.

„Það er mjög skemmtilegt að vera loksins komin hingað. Þetta er búin að vera löng og erfið vegferð en ég er mjög stolt af því að vera hérna og vera hluti af íslenska liðinu. Þetta er mjög einstakt,“ sagði Edda við Morgunblaðið í París.

Í þorpinu býr allt íþróttafólkið og nánasta fylgdarlið þess saman meðan á leikunum stendur. Það getur því verið

...